STEFÁN Á GAUTLANDI

Stefán Þorláksson við borðstofuborðið á heimili sínu að Gautlandi í Fljótum vorið 2017. Stefán var þá 93 ára gamall og hafði búið alla ævi í Fljótunum, lengst af einn á Gautlandi. Hann tók vel á móti gestum, átti jafnan bakkelsi í frystinum og Neskaffi. Tók svo gjarnan lög á nikkuna meðan heilsan leyfði það. Nokkru eftir þessa heimókn fór Stefán á sjúkrahúsið á Siglufirði þar sem hann dvaldist að mestu þar til hann lést á síðasta ári (2019).

Stefán  flutti að Gautlandi um miðja síðustu öld, þegar fjölskyldan þurfti að flytja frá Gautastöðum í Stíflu vegna byggingar Skeiðsfossvirkjunnar. Síðustu fjóra áratugina hefur hann búið einn. Ekki einu sinni fengið sér hund að kött til að hafa félagsskap af. Hann vann nánast allan sinn starfsaldur hjá Vegagerðinni, fyrst við akstur og síðar sem verkstjóri.Hann var ótrúlega ern á þessum tíma, með blóðþrýsting eins og unglingur, svaf bara sjö tíma á sólarhring og eldar sinn mat sjálfur. Bræður Stefáns spiluðu í hinum landsfrægu Gautum á seinni hluta síðustu aldar og í ellinni keypti hann sér harmónikku, en hann getur þó ekki spilað á hana lengur vegna fingrafúa. Eftir að Stefán hætti að vinna lagði hann m.a. stund á skógrækt á jörð sinni í Fljótum og hann lét jafnan vel af sér þrátt fyrir háan aldur og einveru.

Ég slóst í för með Hauki Orra Kristjánssyni 17 ára vini hans, sem hafði keypt grasfræ fyrir gamla manninn á Akureyri og ætlaði að fara að sá þeim í sár sem þeir voru að lagfæra eftir traktor. Stefán tók vel á móti okkur, það fer greinilega vel á með þeim félögum þó árin á milli þeirra séu mörg. Fyrst var boðið upp á kaffi og bakkelsi. Síðan fórum við Stefán út í skemmu að skoða traktorinn sem hann keyrir ennþá, á meðan Haukur fór að sá og lagfæra. Aftur var sest að kaffidrykkju og kökuáti og að lokum spilaði Haukur fyrir hann óskalög á Victoria professional harmóníkuna, en sjálfur treystir Stefán sér ekki lengur til að spila á hana. Þessi stund var toppurinn á heimsókninni. Stefán naut hverrar mínútu, enda af mikilli músikætt og sagði hvað eftir annað milli laga “hann kann til verka”. Áður en við kvöddumst hjálpuðust þeir að við að ganga frá í eldhúsinu og Haukur ætlar að líta við hjá honum fljótlega aftur og kíkja á hliðið með honum.

……….

Stefán Þorláksson (93 years old) has been living in his remote house in Fljót in northern Iceland for 40 years. All of his working life he worked for Road Administration in the north, most of the time he was driving his own lorry. He did not keep any animals but is a big music lover, and his brothers played in one of the most popular group in Iceland in the sixties. I went to visit him recently with his 17 years old friend Haukur Orri Kristjánsson who has been giving him a helping hand recently. After some coffee and cakes there were some outdoor activities, and then more coffee and more cakes. After that Haukur Orri played some of the old time music on Stefán’s accordion, but even though he is still enjoying a good health he cannot play it any more “because of the stiff fingers”.

Soon after these photos were taken (in Aptil 2017) Stefán moved to the old peoples hospital in Siglufjörður where he passed away tow years later.

Vatn í kaffið