LÍFIÐ Á SAUÐANESI

Þau hjón Jón Trausti Traustason og Herdís Erlendsdóttir búa  á Sauðanesi við Siglufjörð ásamt börnum sínum og öðru heimilisfólki. Jón Trausti hefur tekið veðrið fyrir Veðurstofuna og annast vitavörslu í rúman aldarfjórðung, en áður sinnti faðir hans þessum störfum. Faðir Herdísar var vitavörður á Siglunesi og síðar Dalatanga, en þar ræður Marzibil systir hennar ríkjum nú. Auk þessara starfa eru þau með hefðbundinn fjárbúskap, hestaleigu og fleira heima fyrir og á árum áður starfaði Jón Trausti einnig sem lögreglumaður á Siglufirði. Þau hafa einnig tekið að sér börn og unglinga sem hafa lent í erfiðleikum á sínum heimaslóðum. Árangurinn af því starfi þeirra hefur verið sérlega góður og vakið verðskuldaða athygli.

The farmer and lighthouse keeper Jón Trausti at Sauðanes on northern Iceland, has been checking the weather for the Icelandic Met Office for over 25 years. He lives at this remote farm with his family, and beside his daily jobs and love for old jeeps and tractors he is a soccer and rock and roll fan.

Vitinn