About

Ég bý á Siglufirði og mynda mikið þar og annars staðar á norðurhluta landsins. Stór hluti myndanna er af fólki og daglegu lífi í Fjallabyggð og Fljótum, auk þess eru nokkrar myndaraðir af öðrum toga á þessum vef. En fyrst og fremst reyni ég að skrásetja lífið nyrst á Tröllaskaganum enda er af nógu að taka hér. Vel heppnuð mynd af einstaklingi í sínu umhverfi byggist á góðu sambandi myndasmiðs og fyrirsætu, og ég hef verið heppinn með samstarfið við myndefnin á mínum heimaslóðum. Í sumum tilfellum kemur sama myndin fyrir í meira en einu myndasafni. Þetta á sérstaklega við nokkrar myndir úr röðinni Fólkið í Fjallabyggð sem eru t.d. í Hversdagseríunni, Við höfnina og Lífinu á Sauðanesi. Flestar myndaraðirnar eru langtímaverkefni sem ég vinn að árum saman, með hléum.

I live in Siglufjörður, a remote fishing town on the northern coast of Iceland, and many of the photos on this site are taken there and in other places in North Iceland. Good part of the photos are of the people and daily life in Siglufjörður, Ólafsfjörður and Fljót, but there are also other different projects on this site. But I mainly want to document the daily life on the northernmost part of Tröllaskagi. A good environmental portrait is based on a good connection between the photographer and his subject, and I have been fortunate to work with the people here. Some photos appear in more than one portfolio and most of the series are long term projects, which I do work on for years, with some breaks.

Samsýningar / group exhibitions:
Aðalgata 8, Siglufjörður, nóvember 1996
Gallerí Rauðka, Siglufjörður, desember 2013
Gallerí Rauðka, Siglufjörður, apríl 2014
Gallerí Rauðka, Siglufjörður, október 2015
Gallerí Rauðka, Siglufjörður, mars 2016
MTR, Ólafsfjörður, desember 2016
Gallerí Rauðka, Siglufjörður, apríl 2017
Kaffi Klara, Ólafsfjörður, desember 2017
Kaffi Klara, Ólafsfjörður, júní-júlí 2018
Sauðanesviti, júlí 2018
Ljóðasetrið, Siglufjörður, apríl 2019
Herhúsið, Siglufjörður, september 2019.

Einkasýningar / solo exhibions:
Myndás, Reykjavík, september 1996
Kaffi Klara, Ólafsfjörður, desember 2016
Saga-Fotografia, Siglufjörður, júní – september 2017
Physio Pas, Eschenbach, Sviss, febrúar – apríl 2018

Myndbirtingar / photos published in:
Morgunblaðið, Dagur, DV, Iceland Review, Independent, Gießener Anzeiger, Division/Review, trolli.is, hedinsfjordur.is, siglfirdingur.is, newlandscapephotography.com, icelandbeds.is, jonaa.org, icenews.is.

Bækur / books:
Minnisvarðar (Monuments) 2017
Fólkið á Sigló (People of Siglufjörður) 2017
Hversdagurinn (Everyday life) 2019